Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Einarsson

(– –um 1583)

Prestur.

Foreldrar: Einar Sigvaldason langalífs og kona hans Gunnhildur Jónsdóttir. Var með Gizuri byskupi, bróður sínum, í Skálholti, en 1545 mun hann hafa flutzt vestur með Þorláki, bróður sínum. Tók við Rafnseyri vorið 1565, fekk Selárdal um 1574 og hélt til æviloka.

Kona 1: Margrét Hannesdóttir hirðstjóra, Eggertssonar.

Sonur þeirra: Síra Bjarni í Selárdal.

Kona 2: Inga Jónsdóttir prests í Gufudal, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Síra Teitur í Gufudal, Ingibjörg átti síra Ásmund Þormóðsson í Hvammi í Norðurárdal, Margrét átti Guðmund Árnason í Drápuhlíð, Halldóra (af sumum talin barn fyrri konu hans) átti fyrst síra Guðmund Einarsson á Gilsbakka, síðan Jón látúnssmið Þormóðsson (í Bræðratungu, Ásmundssonar), en síðast síra Jón Styrkársson á Álptamýri. Launsonur síra Halldórs (líklega áður en hann kvæntist): Egill (Bps. bmf. 11.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.