Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Einarsson

(– – 21. nóv. 1738)

Prestur.

Foreldrar: Einar Þóroddsson á Hofstöðum í Hálsasveit og kona hans Guðrún Halldórsdóttir í Mávahlíð og Ólafsvík, Guðmundssonar.

Hann vígðist 1717 (líkl. 11. júlí) að Vogshúsum, en hafði verið í Skálholti nokkura mánuði áður, því að hann var lítt búinn til prestskapar, og hafði enginn viljað taka við Selvogsþingum um hríð, fekk veiting fyrir Stað í Steingrímsfirði 21. jan. 1724, en fluttist þangað ekki alfari fyrr en um Jónsmessu 1725.

Hann hefir verið merkur klerkur, því að Jón byskup Árnason ætlaðist til þess, að hann yrði prófastur í Strandasýslu, þótt ekki yrði af. Hann var heilsulinur og virðist hafa verið nokkuð þunglyndur.

Kona: Sigríður Jónsdóttir prests eldra Eyjólfssonar á Gilsbakka.

Börn þeirra: Rannveig f.k. síra Guðbrands Sigurðssonar að Brjánslæk, Jón (bl.), síra Björn í Sauðlauksdal, síra Einar í Hraungerði, Guðrún elzta átti síra Halldór Brynjólfsson í Hraungerði, Guðrún yngri átti síra Stefán Högnason á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðrún yngsta átti síra Guðmund Jónsson að Krossi í Landeyjum, Arndís d. 1764 óg. og bl., Sigríður óg. og bl., Guðríður d. 1818 óg. og bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.