Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Einarsson

(um 1678–30. sept. 1707)

Sýslumaður.

Foreldrar: Einar sýslumaður Eyjólfsson í Traðarholti og kona hans Margrét Halldórsdóttir prests í Hruna, Daðasonar. Lærði í Skálholtsskóla, og þókti hinn skarpasti til náms.

Var síðan um hríð hjá Páli lögmanni Vídalín í Víðidalstungu, fekk Þingeyjarþing og Reykjadalsumboð 12. júlí 1701 og hélt til æviloka, var til heimilis í Reykjahlíð 1703, en bjó síðan á Einarsstöðum í Reykjadal.

Hann var vel að sér og mjög vel viti borinn, en harðlyndur nokkuð og því eigi vinsæll með sýslubúum sínum. Hann andaðist í bólunni miklu og kona hans. Eignað er honum að hafa orkt erfiljóð eftir Þorstein sýslumann Þorleifsson. Eftir hann liggja nokkrar smáritgerðir í lögum í Lbs. (Gjafir, Memorial yfir 5. og 6. kap. kaupabálks) og um Íslands fyrstu bygging og lagaupphaf (Lbs.).

Kona (1706). Margrét (f . um 1688, d. 1. okt. 1707) Skúladóttir prests á Grenjaðarstöðum, Þorlákssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.