Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Einarsson
(25. dec. 1796 [1797, Bessastsk.]–22. nóv. 1846)
Sýslumaður.
Foreldrar: Einar Þórólfsson í Kalmanstungu og Í. k. hans Kristín Jónsdóttir í Kalmanstungu, Magnússonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1811, stúdent 1818, með góðum meðalvitnisburði.
Var síðan um hríð skrifari hjá Stefáni amtmanni Stephensen, fór utan 1823, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. okt. s.á., með 2. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1824, með 1. einkunn, lauk prófi í lögum 27. okt. 1827, með 1. einkunn í bóklegu prófi, en 2. nóv. 1831 í verklegu prófi, með 1. einkunn, eftir að hafa fengið 4 sinnum áður 2. einkunn í því. Vann í rentukammeri að skriftum, varð skrifari í leyndarskjalasafni 27. okt. 1830 og um hríð styrkþegi Ármasafns, fekk Borgarfjarðarsýslu 11. apríl 1835 og hélt til æviloka, bjó í Höfn í Melasveit, ókv. og bl.
Hann var utanlands veturinn 1837–8 og hugðist að safna efni í íslenzkt lagasafn. Hann var maður vel látinn, greiðasamur, en þó hagsýnn og lét eftir sig talsverð efni og átti mikið bókasafn (Bessastsk.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Einar Þórólfsson í Kalmanstungu og Í. k. hans Kristín Jónsdóttir í Kalmanstungu, Magnússonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1811, stúdent 1818, með góðum meðalvitnisburði.
Var síðan um hríð skrifari hjá Stefáni amtmanni Stephensen, fór utan 1823, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. okt. s.á., með 2. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1824, með 1. einkunn, lauk prófi í lögum 27. okt. 1827, með 1. einkunn í bóklegu prófi, en 2. nóv. 1831 í verklegu prófi, með 1. einkunn, eftir að hafa fengið 4 sinnum áður 2. einkunn í því. Vann í rentukammeri að skriftum, varð skrifari í leyndarskjalasafni 27. okt. 1830 og um hríð styrkþegi Ármasafns, fekk Borgarfjarðarsýslu 11. apríl 1835 og hélt til æviloka, bjó í Höfn í Melasveit, ókv. og bl.
Hann var utanlands veturinn 1837–8 og hugðist að safna efni í íslenzkt lagasafn. Hann var maður vel látinn, greiðasamur, en þó hagsýnn og lét eftir sig talsverð efni og átti mikið bókasafn (Bessastsk.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.