Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Daðason

(– –enn á lífi 1676)

Prestur.

Foreldrar: Daði silfursmiður Jónsson að Staðarfelli og f.k. hans Ragnhildur (d. 1607) Torfadóttir að Hrauni í Keldudal, Sigfússonar.

Er orðinn sveinn Odds byskups Einarssonar 1614, átti barn í lausaleik (með Guðrúnu Brandsdóttur) um 1621 og er þá prestur orðinn (aðstoðarprestur líklega, sjá sakeyrisreikninga Rangárþings 1621–2), en hefir þegar fengið uppreisn, tók við Hruna 23. maí 1625, var prófastur í Árnesþingi 1642–62, sleppti Hruna við síra Árna, son sinn, 8. júlí 1663, frá fardögum 1664, og mun þá hafa flutzt að Berghyl, en tók að sér Reykjadalssókn og fekk Reykjadal 1667, en lét síra Daða, son sinn, þjóna prestakallinu 1667–T1, er Daði fekk Steinsholt.

Kona: Halldóra Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar.

Börn þeirra: Síra Árni í Hruna, síra Daði í Steinsholti, Ragnhildur átti síra Magnús Jónsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigríður f.k. síra Þorleifs Kláussonar að Útskálum, Margrét átti fyrst Grím Einarsson, síðan Einar sýslumann Eyjólfsson í Traðarholti, en síðast síra Odd Eyjólfsson í Holti undir Eyjafjöllum, Guðrún d. óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.