Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Davíðsson

(um 1792–1865)

Skáld.

Foreldrar: Davíð Jónsson (Mála-D.) og f. k. hans Ólöf Þorvarðsdóttir. Bjó um tíma í Prestsbakkakoti á Síðu, síðar í Hvassahraunskoti og víðar syðra. Skrifaði margt upp, enda hafði góða hönd, og orkti nokkuð (sjá Lbs.).

Kona: Þórunn (f. 9. okt. 1797, d. 17. sept. 1859) Bergsdóttir prests á Prestsbakka á Síðu.

Sonur þeirra var Bergur aðstoðarprestur á Eyri í Skutulsfirði (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.