Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Daníelsson

(6. júlí 1853–4. apríl 1929)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Daníel Jónsson á Fróðastöðum og kona hans Sigríður Halldórsdóttir á Ásbjarnarstöðum, Pálssonar.

Bjó í Langholti í Borgarfirði 1886–1900, fór þá til Vesturheims og var þar til æviloka.

Þm. Mýram. 1894–9 og gegndi ýmsum sveitarstörfum. Var fróðleiksmaður, og hefir sumt eftir hann birzt í ritum vestra og víðar.

Kona (1886): Maren (d. 20. jan. 1906) Jónsdóttir í Efra Seli í Hrunamannahreppi, Halldórssonar; þau bl. (Alþingismannatal; Br7.; Alm. Ól. Þorg. 1927).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.