Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Daníelsson

(6. febr. 1855–16. sept. 1923)

Hæstaréttardómari.

Foreldrar: Síra Daníel Halldórsson að Hólmum og kona hans Jakobína Magnúsdóttir Thorarensens á Eyrarlandi. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1872, stúdent 1877, með 1. einkunn (90 st.), tók próf í heimspeki í háskólanum í Kh. 12. júní 1878, með 1. einkunn, í lögfræði 9. jan. 1883, með 1. einkunn (101 st.). Varð sýslumaður í Dalasýslu 25. júlí 1883, bæjarfógeti í Reykjavík 28. júlí 1886, yfirdómari í landsyfirdómi 19. nóv. 1908, hæstaréttardómari 1. dec. 1919 og var það til æviloka. R. af dbr., dbrm., stórr. af fálk.

Kona: Anna María Leopoldína (f. 27. nóv. 1856, d. 4. ág. 1940) Halldórsdóttir yfirkennara, Friðrikssonar.

Börn þeirra: Sofía starfsmaður í landssímastöðinni í Rv., Leopoldína átti Guðmund kaupm. Eiríkss í Rv., Daníel stúdent og kaupm. í Rv. (BB. Sýsl.; Óðinn IV; KlJ. Lfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.