Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Brynjólfsson, auðgi

(15. og 16. öld, á lífi 1515)

Lögréttumaður. Faðir: Brynjólfur Eiríksson prests syðra, Oddssonar að Ærlæk, Oddssonar (SD.). Bjó að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Undir hann féllu arfár miklir eftir pláguna miklu. Átti deilur við Stefán byskup Jónsson, sem rifti við hann jarðakaupum, er gert hafði við hann Magnús byskup Eyjólfsson. Hefir verið mikilmenni. Er fremstur undir Árnesingaskrá eða Áshildarmýrarsamþykkt (þ.e. samtök um að halda uppi gamla sáttmála).

Er og stundum fremstur dómsmanna á alþingi. Kann að hafa haldið um tíma Árnesþing eða haft umboð sýslumanna þar.

Kona: Ingunn Árnadóttir ábóta í Viðey, Snæbjarnarsonar.

Börn þeirra: Freysteinn munkur í Viðey, síra Oddur í Gaulverjabæ, Snæbjörn að Keldum, síra Brynjólfur í Odda, síra Árni syðra (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.