Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Brynjólfsson

(um 1713–17. ág. 1774)

Prestur.

Foreldrar: Síra Brynjólfur Halldórsson í Kirkjubæ í Tungu og f.k. hans Ragnheiður Ólafsdóttir prests í Kirkjubæ, Ásmundssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1735, stúdent 20. apr. 1739, var síðan skrifari Jóns byskups Árnasonar og enn í Skálholti eftir lát hans, fekk Laugardælur 1745, hefir vígzt líkl. 15. ág. s. á., en tók til fulls við prestakallinu vorið 1746.

Með konungsbréfi 13. apríl 1754 var Hraungerði gert að prestsetri, og fluttist síra Halldór þá þangað, en Laugardælur urðu útkirkja. Hann sýktist af holdsveiki, tók aðstoðarprest 1762 og sleppti prestakallinu 1765 við síra Einar Halldórsson, mág sinn, en er hann varð að sleppa því 1766 (vegna holdsveiki), fekk síra Halldór það aftur af góðvild veitingarvaldsins og hélt til æviloka, en hafði jafnan aðstoðarprest. Hann var vel að sér og hagmæltur, sem margir þeir frændur (erfiljóð hans eftir Guðrúnu byskupsekkju Einarsdóttur pr. í útfm. hennar, Hól. 1778; sjá og það, sem segir um síra Halldór Bjarnason að Fellsmúla).

Kona: Guðrún elzta (f. um 1721, d. 14. apríl 1804) Halldórsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Einarssonar, nafnfræg yfirsetukona og læknir. Barn þeirra dó ungt (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.