Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Brynjólfsson

(8. dec. 1642–15. dec. 1666)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Brynjólfur byskup Sveinsson í Skálholti og kona hans Margrét Halldórsdóttir lögmanns, Ólafssonar.

Fekk 1660 umboð 4 konungsjarða í Austfirðingafjórðungi, fór til Englands sumarið 1662, með Bjarma Hallgrímssyni „Englandsfara“, var til heimilis hjá honum í Yarmouth og síðan ekkju hans til æviloka; hefir banameinið verið brjóstveiki. Virðist faðir hans hafa hugað honum ráðahag í Bræðratungu, við Sigríði Hákonardóttur, er síðar átti síra Sigurð Sigurðsson á Staðastað (móður Odds lögmanns), sjá gjafabréf byskups til hennar 1. ág. 1667 (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.