Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Briem (Eggertsson)
(5. sept. 1852–29. júní 1929)
Bókavörður.
Foreldrar: Eggert sýslumaður Briem og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar.
F. að Espihóli. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1871, með 2. einkunn (73 st.), próf úr prestaskóla 1875, með 2. einkunn betri (39 st.). Fór til Vesturheims 1876. Var þar ritstjóri blaðsins „Framfara“ 1877–80. Vígðist prestur þar (af síra Jóni Bjarnasyni) 31. mars 1880. Varð kennari í Möðruvallaskóla 28. júlí 1882, fekk lausn frá því starfi 13. júlí 1908, varð 26. sept. 1908 aðstoðarbókavörður í landsbókasafni.
Fekk lausn frá því starfi 17. júní 1925 frá 1. okt. s.á. Ritstörf: Kennslubók í enskri tungu, Rv. 1873 (2. pr. 1875); Yfirlit yfir goðafræði Norðurlanda, Ak. 1886; Ný kennslubók í ensku, Rv. 1889; Kennslubók í flatarmálsfræði, Rv. 1889 (og tvívegis eftir það); Stutt ágrip af íslenzkri mállýsingu, Rv. 1891 (og þrívegis síðar); Kennslubók í þykkvamálsfræði, Rv. 1892; Herra Sólskjöld, gamanleikur, Ak, 1892; Ingimundur gamli, sjónleikur, Rv. 1901; Ágrip af Íslandssögu, Rv. 1903.
Þýð.: Hrói höttur, Rv. 1900 (1913); (með öðrum): Alexander Mackay (í Heimilisvininum, II, 6). Auk þessa greinir í blöðum. Var og hagmæltur (sjá Alm. h. ísl. þjóðvinafél.).
Kona (30. sept. 1880): Susie Taylor af enskum ættum.
Sonur ur þeirra: Sigurður hljóðfæraleikari í Rv. (Óðinn VI; BjM. Guðfr.; o. fl.).
Bókavörður.
Foreldrar: Eggert sýslumaður Briem og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar.
F. að Espihóli. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1871, með 2. einkunn (73 st.), próf úr prestaskóla 1875, með 2. einkunn betri (39 st.). Fór til Vesturheims 1876. Var þar ritstjóri blaðsins „Framfara“ 1877–80. Vígðist prestur þar (af síra Jóni Bjarnasyni) 31. mars 1880. Varð kennari í Möðruvallaskóla 28. júlí 1882, fekk lausn frá því starfi 13. júlí 1908, varð 26. sept. 1908 aðstoðarbókavörður í landsbókasafni.
Fekk lausn frá því starfi 17. júní 1925 frá 1. okt. s.á. Ritstörf: Kennslubók í enskri tungu, Rv. 1873 (2. pr. 1875); Yfirlit yfir goðafræði Norðurlanda, Ak. 1886; Ný kennslubók í ensku, Rv. 1889; Kennslubók í flatarmálsfræði, Rv. 1889 (og tvívegis eftir það); Stutt ágrip af íslenzkri mállýsingu, Rv. 1891 (og þrívegis síðar); Kennslubók í þykkvamálsfræði, Rv. 1892; Herra Sólskjöld, gamanleikur, Ak, 1892; Ingimundur gamli, sjónleikur, Rv. 1901; Ágrip af Íslandssögu, Rv. 1903.
Þýð.: Hrói höttur, Rv. 1900 (1913); (með öðrum): Alexander Mackay (í Heimilisvininum, II, 6). Auk þessa greinir í blöðum. Var og hagmæltur (sjá Alm. h. ísl. þjóðvinafél.).
Kona (30. sept. 1880): Susie Taylor af enskum ættum.
Sonur ur þeirra: Sigurður hljóðfæraleikari í Rv. (Óðinn VI; BjM. Guðfr.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.