Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Björnsson

(21. júní 1798–13. júní 1869)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Halldórsson í Garði í Kelduhverfi og kona hans Þóra Björnsdóttir kaupmanns í Húsavík, Halldóssonar (byskups, Brynjólfssonar). F. að Eyjadalsá. Hann nam skólalærdóm hjá föður sínum, stúdent úr heimaskóla 1816 frá Geir byskupi Vídalín, með mjög góðum vitnisburði, var síðan 3 ár hjá föður sínum, þá að Laufási 3 ár, bjó síðan 1 ár að Skarði í Fnjóskadal, vígðist 14. júlí 1822 aðstoðarprestur síra Gunnars Hallgrímssonar að Laufási og var það til láts hans 1828, þjónaði Helgastöðum veturinn 1829–30, fekk Eyjadalsá 28. maí 1831, var settur til aðstoðar föður sínum í prófastsembætti 1833, en skipaður prófastur að fullu 6. ág. 1840 og hélt til 1863, fekk Gilsbakka 30. dec. 1843, en eftir beiðni sóknarmanna sinna varð hann kyrr að Eyjadalsá, fekk Sauðanes 9. júlí 1847, fluttist þangað vorið eftir og hélt til æviloka, en hafði aðstoðarprest frá 1865.

Hann var hinn merkasti maður.

Kona 1 (1821): Sigríður (f. 30. okt. 1789, d. haustið 1831) Vigfúsdóttir prests í Garði, Björnssonar.

Sonur þeirra: Síra Björn skáld að Laufási.

Kona 2 (9. okt. 1834): Þóra (f. 1812, d. 9. júní 1882), laundóttir síra Gunnars Gunnarssonar að Laufási. Dóttir þeirra: Þórunn Sigríður (f. 1837, d. 1883) átti Jón Benediktsson prests að Hólum í Hjaltadal, Vigfússonar, og andaðist hann vestan hafs 1907 (Útfm., Kh. 1871; Vitæ ord. 1822; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.