Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Bjarnason

(25. sept. 1863–1. febr. 1905)

Sýslumaður.

Foreldrar: Bjarni Jónsson að Úlfagili, Markússonar, og kona hans Halldóra Jónsdóttir að Kolugili, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 1. einkunn (86 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 17. febr. 1894, með 2. einkunn (115 st.). Var síðan um hríð fulltrúi bæjarfógetans í Rv., settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 13. okt. 1899, fekk sýsluna 13. jan. 1900 og hélt til æviloka. Sá um (með Bjarna Jónssyni frá Vogi): Gísli Brynjólfsson: Ljóðmæli, Kh. 1891.

Kona: Margrét (f. 19. jan. 1857, d. 29. sept. 1912) Egilsdóttir bókbindara í Rv., Jónssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.