Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Bjarnason

(23. nóv. 1780–1824)

Kennari.

Foreldrar: Bjarni lögréttumaður og skólaráðsmaður Halldórsson í Sviðholti og kona hans Valgerður Helgadóttir að Hliði á Álptanesi, Jónssonar. Mun hafa numið skólalærdóm hjá síra Markúsi Magnússyni í Görðum, en stúdent frá Gísla rektor Thorlacius 10. apríl 1798, með mjög góðum vitnisburði, fór utan 1802 og fekk samkvæmt konungsúrskurði 26. jan. 1803 viðtöku í kennaraskóla (Blaagaards Seminarium), var þar 3 ár, fór síðan til Noregs og var 1. maí 1806 skipaður skólakennari og kirkjusöngvari í Frederiksværn, var það til æviloka.

Kona: Anna Christiane, dóttir magisters Jens Bechs prófasts í Vallekilde á Sjálandi.

Börn þeirra: Jens Bech (Bjarnesen), faðir Halldórs P. Bjarnesens, síðast prests í Gudum, Valgerður átti J.C. Schigdte, síðast prest í Store Fuglede (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.