Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Bjarnason

(1721–1776)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Helgason að Fellsmúla og kona hans Ingibjörg Halldórsdóttir prests á Hjaltastöðum í Útmannasveit, Eiríkssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1745, vígðist 19. júní 1746 aðstoðarprestur föður síns, (– – fekk Steinsholt 1757, en var heldur illa kynntur af sóknarmönnum þar og var kærður fyrir byskupi af sumum þeirra, varð því vorið 1767 aftur aðstoðarprestur föður síns, fekk veiting fyrir því prestakalli 18. nóv. 1773, bjó í Fellsmúla til dauðadags. Hann fekk aldrei gott orð. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.; athugunar er vert, hvort það, sem honum er eignað, er ekki eftir síra Halldór Brynjólfsson í Hraungerði).

Kona: Steinunn Ólafsdóttir prests í Miðdal, Jónssonar.

Börn þeirra dóu ung (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.