Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Bjarnarson

(1. nóv. 1855–19. sept. 1945)

. Prestur.

Foreldrar: Björn (d. 2. janúar 1865, 54 ára) umboðsmaður Skúlason á Eyjólfsstöðum á Völlum og kona hans Bergljót (d. 15. ág. 1886, 87 ára) Sigurðardóttir umboðsmanns á Eyjólfsstöðum, Guðmundssonar. Stúdent í Reykjavík 1882 með 3. einkunn (59 stig). Lauk prófi í prestaskóla 3. sept. 1884 með 2. einkunn lakari (23. st.).

Veittir Presthólar 6. sept. 1884; vígður 14. s.m.; vikið frá embætti um stundarsakir 29. jan. 1897; veitt lausn frá embætti með eftirlaunum 30. mars 1900.

Veittir Presthólar á ný 3. sept. 1901 frá fardögum s. á. Settur prófastur í N.-Þing.-prófastsdæmi 28. febr. 1889, skipaður 4. nóv. 1890; lét af prófastsstörfum 29. jan. 1897. Fekk lausn frá embætti 10. mars 1926, frá fardögum það ár.

Fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. Ritstörf: Fá orð um Presthólamálin og sambandskaupfélögin, Rv. 1935; Um Guð og alheiminn, Rv. 1934; Um Guð og alheiminn, spiritisma o. fl., Rv. 1935. Ókv. (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.