Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Benediktsson

(– – um 1582)

Prestur. Launsonur Benedikts frá Möðruvöllum Grímssonar sýslumanns, Pálssonar. Er orðinn prestur 1530, líklega í Eyjafirði, hefir verið prestur að Hálsi í Fnjóskadal einhvern tíma á árunum 1540–50, síðar varð hann prestur á Helgastöðum, sumir telja, að hann hafi verið prestur að Hálsi í Fnjóskadal 1571–", en það mun tæplega rétt, en látið mun hann hafa af prestskap 1577, og dáinn er hann fyrir "7. febr. 1583. Hann hafði og umboð Munkaþverárklausturs 1559–64, en fekk umboð Möðruvallaklausturs 13. apríl 1565 og hélt það, þangað til Benedikt, sonur hans, tók við því. Hann var auðmaður og þókti hinn mesti fjárdráttarmaður; og eru til áminningarbréf til hans frá Guðbrandi byskup fyrir prang og annan ósæmilegan fjárafla.

Laundóttir hans með Vigdísi Þorsteinsdóttur (föðursystur síra Einars Sigurðssonar í Heydölum) var Guðríður, sem átti Þórarin Filippusson á Dálksstöðum. Með Þórunni ríku Jónsdóttur (systur síra Þorsteins, föður Ólafs, föður síra Þorsteins í Vesturhópshólum) átti hann Benedikt sýslumann ríka og Kristínu konu Jóns að Núpufelli Magnússonar (að Reykjum, Björnssonar). Þórunn ríka er talin hafa átt áður laundóttur með Ara lögmanni Jónssyni, en síðar átti hún laundóttur með síra Torfa Jónssyni í Saurbæ. Síðan átti síra Halldór Helgu Illugadóttur prests að Múla, Guðmundssonar, en hún vildi ekki vera með honum og hljóp frá honum; munu þau hafa fengið skilnað að lokum, þótt treglega gengi í fyrstu (sjá 2 dóma um það mál 1565).

Kona 2: Katrín. Synir þeirra: Síra Jón, Jón annar (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.