Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Benediktsson

(10. júlí 1852–6. apríl 1918)

Bóndi og dbrm.

Foreldrar: Síra Benedikt Þórarinsson í Heydölum og s. k. hans Þórunn Stefánsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar. Reyndist mjög lagvirkur í æsku, enda nam hann trésmíðar og stundaði framan af. Setti bú að Skriðuklaustri 1880 og bjó þar til æviloka (keypti jörðina 1895). Búhöldur mikill og umbótamaður, enda hlaut hann verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. Traustur maður, ráðhollur og hjálpsamur. Gegndi og merkum trúnaðarstörfum í héraði.

Kona (1880): Arnbjörg Sigfúsdóttir að Skriðuklaustri, Stefánssonar, og voru þau systkinabörn. Dætur þeirra: Björg f. k. Halldórs alþm. Stefánssonar,-síðar brunabótafélagsforstj., Sigríður (Óðinn XV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.