Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór (Ólafur) Þorsteinsson

(22. des. 1855–18. júní 1914)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Jónsson að Kiðjabergi og kona hans Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir prests í Rv., Oddssonar. F. á Ketilsstöðum á Völlum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, stúdent 1878, með 2. einkunn (71 st.), próf úr prestaskóla 1880, með 1. einkunn (45 st.). Kennari í Flensborgarskóla 1880–2. Fekk Kross í Landeyjum 27. mars 1882, vígðist 27. ágúst s. á., fekk lausn 26. apríl 1898, fluttist til Reykjavíkur og andaðist þar.

Kona (8. sept. 1883): Björg (Sigríður Þórdís Björg), dóttir L. J. C. Schous veræzlunarstjóra í Húsavík; þau bl. og slitu samvistir, en hún fór il Vesturheims. (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.