Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór (Kristján) Friðriksson

(19. nóv. 1819–23. mars 1902)

Yfirkennari.

Foreldrar: Friðrik í Arnardal Eyjólfsson (prests á Eyri, Kolbeinssonar) og kona hans Sigríður Ólafsdóttir í Stokkanesi, Þorbergssonar. Stúdent úr Bessastaðaskóla 1842 (91 st.), tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1842–3, með 1. einkunn, - landbókasafnsnefndar lagði stund á guðfræði, þótt ekki tæki próf. Vann að orðabók Cleasbys, stundaði íslenzku og kenndi. Var Fjölnismaður og ábyrgðarmaður tveggja síðustu ára Fjölnis, en þó vinur mikill Jóns Sigurðssonar og hinn öflugasti stuðningsmaður hans í stjórnmálum síðar meir.

Varð adjunkt í Reykjavíkurskóla 2. júní 1848, yfirkennari 26. maí 1874, fekk lausn 24. júní 1895. R. af dbr. 8. ágúst 1874, dbrm. 26. júlí 1895. Þm. Reykv. 1855–63, 1869–85, 1893, kkj. þm. 1865– 7. Forseti búnaðarfélags Ísl. 1868–96, formaður 1874–96 (í nefndinni frá 1849); varaforseti þjóðvinafél. framan af.

Ritstörf: Islandsk Læsebog, Kh. 1846; (með Magnúsi Grímssyni) Stafróskver, Rv. 1854; Dönsk málfræði, Kh. 1857 (Rv. 1901); Íslenzkar réttritunarreglur, Rv. 1859; Íslenzk málmyndalýsing, Kh. 1861; Þýzk málmyndalýsing, Rv. 1863; Skýring hinna almennu málfræðilegu hugmynda, Rv. 1864; Stafrófskver, Kh. 1874; Nýtt barnagull, Rv. 1877 (1880); Lýsing Íslands, Rv. 1880. Sá um: Fjölni 1845–", Bandamannasögu 1850, Skrá um bækur alþingis 1862. Sá um og þýddi: Bjarnarsögu Hítdælakappa 1847, Þórðarsögu hreðu 1848. Ritstjóri (með öðrum) að: Undirbúningsblað undir þjóðfundinn 1850–I1, Hirðir 1857–61. Þýddi: C. F. Ingerslev: Stutt kennslubók í landafræðinni, Rv. 1854; A. Geikie: Eðlislýsing jarðarinn- ar; B. Stewart: Eðlisfræði 1880; (með öðrum) Xenófón: Austurför Kyrosar 1867. Vísnaskýringar eftir hann eru í 3. árg. Tímar. bmf. Sérpr. (úr Dagskrá): Nokkurar athugasemdir við ritreglur, Rv. 1898, og Svar til Ísafoldar, Rv. 1898. Auk þessa eru eftir hann margar greinir í blöðum.

Kona (13. nóv. 1849): Charlotte Karoline Leopoldine (d. 3. júní 1911), f., Degen.

Börn þeirra: Júlíus læknir, Móritz læknir í Vesturheimi, Sigríður átti síra Janus Jónsson í Holti í Önundarfirði, Anna átti Halldór hæstaréttardómara Daníelsson, Ída átti síra Kristin Daníelsson að Útskálum, Thora kennari í Rv. (Andvari, 28. árg.; Sunnanfari I; Unga Ísl., 6. árg.; Thora Friðriksson: Föðurminning, Rv. 1941; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.