Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór (Einar) Johnson

(12. sept. 1885–7. jan. 1950)

. Prestur, kennari. Foreldrar: Jón Jónsson (Sveinssonar prests á Kálfafellstað, Benediktssonar) í Sólheimum í Blönduhlíð og kona hans Ingunn Björnsdóttir á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð, Magnússonar. Stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri 1902–04. Fluttist til Vesturheims 1907; átti heima í Norður-Dakota til 1917. Stundaði á þeim árum nám í Valparaisoháskóla í Indiana-fylki, og lauk prófi (B.Sc.). þaðan, og síðan í lúterskum prestaskóla í Chicago; lauk prófi 1917. Vígður litlu síðar til prestsþjónustu hjá söfnuðum í Leslie, Sask. Árið 1923 fekk hann köllun frá söfnuðum í Blaine og Point Roberts við Kyrrahaf. Var síðar lengi prestur í hinu sameinaða ísl. kirkjufélagi í Vesturheimi.

Annaðist ritstjórn tímaritsins „Brautin“ frá 1944. Kom heim til Íslands 1949 og gerðist kennari við gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum. Drukknaði á leið þangað frá Rv. Kona 1: Þóra (d. 1924) Jónsdóttir úr Borgarfirði. Kona 2: Matthildur (d. 1940) Þórðardóttir alþm. í Hattardal, Magnússonar. Kona 3: Jenny Johnsen (Tímarit þjóðr.félags XXXI; Kirkjuritið XVI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.