Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hallbjörn Oddsson, skáld
(10. öld)
Faðir: Oddur að Kiðjabergi Hallkelsson (bróður Ketilbjarnar gamla Ketilssonar).
Kona Hallbjarnar: Hallgerður Tungu-Oddsdóttir Önundarsonar. Þau voru hinn fyrsta vetur með Tungu-Oddi. Vildi hún eigi fara þaðan, því að óástúðugt var með þeim. Lauk svo, að Hallbjörn hjó af henni höfuðið. Var honum veitt eftirför af Snæbirni galta Hólmsteinssyni og veginn af honum við Hallbjarnarvörður, en Snæbjörn vágu síðar förunautar hans, er þeir leituðu og fundu Gunnbjarnarsker. Eftir Hallbjörn er 1 erindi (Landn.).
Faðir: Oddur að Kiðjabergi Hallkelsson (bróður Ketilbjarnar gamla Ketilssonar).
Kona Hallbjarnar: Hallgerður Tungu-Oddsdóttir Önundarsonar. Þau voru hinn fyrsta vetur með Tungu-Oddi. Vildi hún eigi fara þaðan, því að óástúðugt var með þeim. Lauk svo, að Hallbjörn hjó af henni höfuðið. Var honum veitt eftirför af Snæbirni galta Hólmsteinssyni og veginn af honum við Hallbjarnarvörður, en Snæbjörn vágu síðar förunautar hans, er þeir leituðu og fundu Gunnbjarnarsker. Eftir Hallbjörn er 1 erindi (Landn.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.