Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafurbjörn Styrkársson hinn auðgi

(um 1215– 1284 og lengur)

. Bróðir Bergs og Runólfs ábóta í Viðey; talinn mesti auðmaður samtíða. Foreldrar: Styrkár Sveinbjarnarson, Ásmundssonar (og Gróu Hermundardóttur, Koðranssonar) og ónefnd dóttir Hafurbjarnar prests Grímssonar, Gizurarsonar, Hallsonar, Hafurbjörn bjó í Nesi við Seltjörn. Kona 1: Vilborg (er átt hafði Sighvatur auðgi Höskuldsson)), dóttir Þorgeirs (d. 1283) í Holti Grímssonar. Sonur þeirra: Gizur í Nesi, faðir Styrkárs (og Klofa-Þorbjarnar). Kona 2: Guðrún Þorláksdóttir, systir Staða-Árna biskups; þau bl.

Launsonur Hafurbjarnar: Þorsteinn í Mörk (efstu) undir Eyjafjöllum, faðir Gríms lögmanns (Landn.; Sturl.; Bps. bmf. I; Ob. Isl.; Dipl. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.