Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafsteinn Pétursson

(4. nóv. 1858–31. okt. 1929)

Guðfræðingur.

Foreldrar: Pétur Frímann Jónsson á Grund í Svínadal og kona hans Ingibjörg Hafsteinsdóttir á Ytri Langamýri, Guðmundssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1876, útskrifaðist 1882, með 1. einkunn (93 st.), fór síðan til háskólans í Kh., tók þar próf í heimspeki (1883) og hebresku (1884) og lagði stund á guðfræði fram á árið 1885, gekk þá í prestaskólann, próf þaðan 27. ág. 1886, með 1. einkunn (51 st.). Framhaldsnám í Kh. 1886–9. Fór til Vesturheims 1889, vígðist þar 9. febr. 1890 af síra Jóni Bjarnasyni og var fyrst prestur í Argyle, en síðan í Tjaldbúðarsöfnuði í Wp. Fekk Goðdali 1899, en hafnaði því prestakalli. Fluttist til Kh. 1899, hafði þar á hendi skrifstofustörf, og var þar til æviloka. Ritstörf: N. F. S. Grundtvig, Rv. 1886; Tjaldbúðin, Wp. 1898–9, Kh. 1900–5, með Viðbæti, Kh. 1914; Magnús Eiríksson (í Tímariti bmf. VIMT og Teologisk Tidskrift 1901); Samband Danmerkur og Íslands (í Andvara 38. árg.). Michelsen (í Alm. hins ísl. Þjóðvinafélags 1913); fjöldi greina og ritdóma í Eimreiðinni, Aldamótum, Theologisk Tidskrift.

Kona (18. dec, 1899): Konradine Vilhelmine Pedersen; þau bl. (Bjarmi, 23. árg.; BjM. Guðfr.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.