Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafliði Steinsson

(um 1252–1319)

Prestur, Faðir: Steinn Arason að Ásgeirsá (í beinan legg til Æverlinga). Lærði hjá Vermundi ábóta á Þingeyrum.

Vígðist 1280. Var lengi ráðsmaður að Hólum og kirkjuprestur. Var um hríð í Noregi og prestur í hirð Eiríks konungs Magnússonar. Er orðinn prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi fyrir 1309 og hélt til æviloka.

Sonur hans með Rannveigu (d. 1348) Gestsdóttur: Síra Einar officialis á „ Breiðabólstað, Steinn að Ásgeirsá (SD.) (Sturl.; Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. bmf. 1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.