Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafliði Másson

(– – 1130)

Goðorðsmaður á Breiðabólstað í Vesturhópi. Faðir: Már Húnröðarson, Ævarssonar, Véfröðarsonar, Ævarssonar gamla, landnámsmanns.

Kona 1: Þuríður Þórðardóttir, Sturlusonar, Þjóðrekssonar, „og áttu þau mörg börn“; sonur þeirra: Þórður (Landn.).

Kona 2: Rannveig Teitsdóttir, Ísleifssonar byskups, Gizurarsonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Þórð Þorvaldsson í Vatnsfirði, Valgerður átti Ingimund prest Illugason (Landn.), Jórunn átti Brand Þorkelsson, Gellissonar, og má vera Ásbjörn, faðir Hjálms, föður Þorsteins á Breiðabólstað (SD.). Talinn höfðingi hinn mesti. Um hann og deilur þeirra Þorgils Oddasonar er saga í Sturl. (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.