Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hafliði Guðmundsson
(2. dec. 1852–12. apríl 1917)
Hreppstjóri.
Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson þá í Rv. (áður á Brunnastöðum) og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar. Fluttist til Siglufjarðar 1877 og átti þar heima síðan.
Stundaði smíðar alls konar og niðursuðu matvæla, sem hann hafði numið á Hvítárvöllum.
Var þar hreppstjóri í 23 ár (frá 1880), oddviti í 23 ár og gegndi öðrum trúnaðarstörfum. Atorkumaður mikil og svo vinsæll, að allir vildu hlíta forsjá hans, skemmtinn maður og góðviljaður.
Kona (9. apríl 1880): Sigríður Pálsdóttir í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, Magnússonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Helgi kaupm. á Siglufirði, Kristín átti Halldór kaupm. Jónasson sst., Guðmundur kaupm. sst., Andrés verzlm. sst., Ólöf átti Sófus verzlunarstjóra Blöndal sst. (Óðinn XIII).
Hreppstjóri.
Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson þá í Rv. (áður á Brunnastöðum) og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar. Fluttist til Siglufjarðar 1877 og átti þar heima síðan.
Stundaði smíðar alls konar og niðursuðu matvæla, sem hann hafði numið á Hvítárvöllum.
Var þar hreppstjóri í 23 ár (frá 1880), oddviti í 23 ár og gegndi öðrum trúnaðarstörfum. Atorkumaður mikil og svo vinsæll, að allir vildu hlíta forsjá hans, skemmtinn maður og góðviljaður.
Kona (9. apríl 1880): Sigríður Pálsdóttir í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, Magnússonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Helgi kaupm. á Siglufirði, Kristín átti Halldór kaupm. Jónasson sst., Guðmundur kaupm. sst., Andrés verzlm. sst., Ólöf átti Sófus verzlunarstjóra Blöndal sst. (Óðinn XIII).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.