Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafliði Guðmundsson

(2. dec. 1852–12. apríl 1917)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson þá í Rv. (áður á Brunnastöðum) og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar. Fluttist til Siglufjarðar 1877 og átti þar heima síðan.

Stundaði smíðar alls konar og niðursuðu matvæla, sem hann hafði numið á Hvítárvöllum.

Var þar hreppstjóri í 23 ár (frá 1880), oddviti í 23 ár og gegndi öðrum trúnaðarstörfum. Atorkumaður mikil og svo vinsæll, að allir vildu hlíta forsjá hans, skemmtinn maður og góðviljaður.

Kona (9. apríl 1880): Sigríður Pálsdóttir í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, Magnússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Helgi kaupm. á Siglufirði, Kristín átti Halldór kaupm. Jónasson sst., Guðmundur kaupm. sst., Andrés verzlm. sst., Ólöf átti Sófus verzlunarstjóra Blöndal sst. (Óðinn XIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.