Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafliði Eyjólfsson

(23. ágúst 1821–5. apríl 1894)

Bóndi í Svefneyjum.

Foreldrar: Eyjólfur dbrm. Einarsson sst. og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. Orðlagður dugnaðarmaður, sjógarpur og karlmenni. Bjó í Svefneyjum frá 1847. Var á fiskisýningu í Björgvin 1865; birti grein í Þjóðólfi um þá för, o. fl. greinir í blöðum um sjómennsku. Var aðalmaður í verzlunarfélagi, er um hríð stóð í Flatey, hreppstjóri, sýslunefndarmaður o. fl. Dbrm.

Kona (23. okt. 1844): Ólína Friðriksdóttir, Eyjólfssonar (prests á Eyri, Kolbeinssonar).

Börn þeirra: Guðrún, Eyjólfur, Jóhanna, Pétur, Ólafur, Andrea (Sunnantarlell;20115).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.