Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hafliði Bergsveinsson

(1682–31. jan. 1774)

Prestur.

Foreldrar: Bergsveinn hreppstjóri Sólmundsson á Hrafnkelsstöðum í Garði og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1698, hefir orðið stúdent 1706, vígðist 9. okt. 1707 að Torfastöðum, var þar hætt kominn eitt sinn vegna drykkju, slapp með sekt og sá sig um hönd, fekk Hrepphóla 1735, sagði af sér 12. okt. 1761, en hélt prestskap til fardaga 1762, var fyrst í Götu í Ytra Hrepp, var í Núpstúni 1763–", en síðan í Þrándarholti og andaðist þar. Í skýrslum Harboes er hann talinn ekki lærður.

Kona: Katrín (f. 1682, d. 7. okt. 1766) Eiríksdóttir prests í Lundi, Eyjólfssonar.

Börn þeirra: Síra Bergsveinn á Stað í Grunnavík, Einar lögréttumaður í Þrándarholti, Katrín átti fyrst launson, síra Jón Ormsson í Sauðlauksdal, giftist síðan Eyjólfi Þórðarsyni á Skerðingsstöðum, Eiríkur lögréttumaður að Tungufelli, Gunnar lögréttumaður í Götu í Ytra Hrepp, Þórunn átti Björn Jónsson í Sælingsdalstungu, Ólafssonar, Guðrún átti Þorkel („Laga-Móra“) Sigurðsson að Hömrum í Hraunhrepp, Þórdís átti Jón Þorleifsson frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.