Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Gíslason

(17. júlí 1864–?)

Stúdent.

Foreldrar: Gísli Einarsson að Hvallátrum, síðast í Skáleyjum, og f.k. hans Kristín Jónsdóttir að Hvallátrum, Ólafssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 1. eink. (98 st.). stundaði læknanám í háskólanum í Kh. og lauk þar prófi í heimspeki (með 1. eink.), en ekki embættisprófi. Talið, að hann hafi ráðizt skipslæknir á langferðaskip 1888 eða 1889, og hefir ekki til hans spurzt síðan (Skýrslur o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.