Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Guðmundsson

(15. og 16. öld, enn á lífi 1507)

Engin full skilríki (dómar) eru fyrir því, að hann hafi verið sýslumaður í Strandasýslu, sem haldið hefir verið fram (BB. Sýsl.).

-Launsonur Guðmundar ríka Arasonar að Reykhólum. Bjó lengstum að Felli í Kollafirði, síðast í Bæ á Rauðasandi. Gerðist auðmaður. Átti deilur við Þorleif hirðstjóra Björnsson og settist á Reykhóla veturinn 1482–3. Þó sættust þeir sama ár, enda hafði Þorleifur stutt hann, t.d. fengið honum mikið fé til kvonarmundar.

Kona (1462): Þorbjörg Ólafsdóttir tóna yngra, Geirmundarsonar.

-Börn þeirra: Guðmundur að Felli, Ari í Bæ á Rauðasandi (sumstaðar talinn óskírgetinn, en svo virðist ekki vera), Bjarni að Brjánslæk, Sigríður átti Helga Gíslason, Filippussonar, Ólöf átti launbarn með síra Halli skáldi Ögmundssyni. (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.