Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Fjeldsted (Andrésson)

(10. nóv. 1875–9. febr. 1923)

Augnlæknir.

Foreldrar: Andrés Fjeldsted á Hvítárvöllum, síðar í Trönu, og kona hans Sesselja Kristjánsdóttir í Vallakoti, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1890, stúdent 1896, með 2. eink. (81 st.), próf úr læknaskóla 11. febr. 1901, með 1. einkunn (1911 st.). Var síðan í Danmörku og Þýzkalandi 1901–2, að fullkomna sig, og lagði einkum stund á augnlækningar, aftur víða um lönd 1907–8 og 1909–10, í sama marki. Settur 20. sept. 1902 frá 1. nóv. s.á. héraðslæknir í Þingeyrarhéraði, skipaður 19. mars 1903 og endurskipaður 27. okt. 1908).

Fekk lausn 4. sept. 1911, enda hafði hann setzt að í Rv. vorið 1910 og stundað augnlækningar með styrk úr landsjóði og var það til æviloka. Kenndi jafnframt augnlækningar í læknaskóla og háskóla Íslands. Formaður læknafél. um tíma; ritaði í Læknablað.

Kona (14. dec. 1912): Sigríður (f. 11. febr. 1888) Magnúsdóttir frkvstj. Blöndahls í Rv.; þau bl. (Skýrslur; Óðinn XX; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.