Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Björnsson

(13. dec. 1883–15. mars 1916)

Rithöfundur og skáld.

Foreldrar: Björn Bjarnason að Brekku í Skagafirði og f. k. hans Margrét Andrésdóttir, Björnssonar í Stokkhólma, Björnssonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1900, stúdent 1905, með 1. eink. (103 st.), stundaði nám í ísl. (norrænum fræðum) í háskólanum í Kh., lauk heimspekiprófi, en eigi embættisprófi. Lagði síðan stund á laganám í háskólanum í Rv., en var jafnframt (stutta stund) ritstjóri Ingólfs, aðstoðarritstjóri Vísis um hríð og aðstoðarmaður í skrifstofu alþingis, sinnti og mjög leiklist, svo að eigi varð af prófi, enda mjög skammlífur, varð úti í Hafnarfjarðarhrauni. Eftir hann eru greinir í Sumargjöf, Æringja, Skírni; (með Jóni Norland) Jólasveinar, Rv. 1914; Ljóð og laust mál, Rv. 1940. Var maður ágætlega máli farinn. Ókv.

Launsonur hans: Brynjólfur stúdent og verzlm. í Kh. (Br7. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.