Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Andrésson

(14. dec. 1849–24. okt. 1922)

Bóndi.

Foreldrar: Andrés Andrésson í Hemlu í Landeyjum og kona hans Guðrún Gunnlaugsdóttir í Hemlu, Bergþórssonar. Bjó í Hemlu. Búhöldur góður, umbótasamur og fyrir öðrum bændum, traustur maður og öruggur. Sjómaður ágætur og formaður fyrir Landeyjasandi nálega 50 vertíðir.

Kona (1877): Hólmfríður Magnúsdóttir að Ásólfsskála, Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Magnús í Hvítanesi (Brók), Ágúst í Hemlu, Andrés klæðskeri í Rv., Sighvatur á Ragnheiðarstöðum í Flóa, Magnhildur átti Jón Pálsson í Rv., Guðrún átti Jón Ólafsson að Stíflu í Landeyjum, Rósa átti Guðna Magnússon að Hólmum í Landeyjum (Óðinn XIX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.