Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Aðalsteinn Sigmundsson

(10. júlí 1897– 16. apr. 1943)
. Kennari. Foreldrar: Sigmundur (d. í febrúar 1930, 55 ára) Sigurgeirsson í Árbót í Aðaldal og kona hans Jóhanna (d. 1907) Þorsteinsdóttir í Jarlsstaðaseli, Þorsteinssonar. Var við prentnám á Akureyri 1911–14 og í iðnskóla þar. Lauk kennaraprófi í Reykjavík 1919. Skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka 1919–29. Kennari við 270 barnaskóla Austurbæjar í Rvík frá 1931. Varð námsstjóri barnaskóla á Vestfjörðum 1942. Fór námsferðir til Norðurlanda og Englands 1923, 1929 og 1935. Var brautryðjandi um notkun vinnubóka í skólum og hélt námsskeið fyrir kennara í þeirri grein, Var í stjórn ungmennafélaga 1913–29; sambandsstjóri U.M.F.Í. 1930–38. Var í stjórn sambands ísl. barnakennara (varaform.) frá 1937; í milliþinganefnd í íþróttamálum 1938. Féll útbyrðis af skipi á leið frá Borgarnesi og drukknaði. Ritstörf: Gaf út Skátabókina, Rv. 1930; Leiðbeiningar um vinnubókagerð (aðalhöfundur), Rv. 1936; Vertu viðbúinn, Rv. 1940; Drengir sem vaxa, Rv. 1942; Tjöld í skógi, Rv. 1942. Þýddi auk þess bækur úr sænsku og dönsku (sjá Menntamál XVI). Ókv., bl. (Br7.; Menntamál 1943).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.