Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Frímann Guðmundsson

(1. dec. 1828–30. dec. 1904)
. Kennari. Foreldrar: Guðmundur (d. 2. júní 1862, 67 ára) Einarsson á Bergsstöðum í Hallárdal (úr Eyjafirði, Guðjónssonar) og kona hans Guðrún Þorleifsdóttir í Mjóadal, Þorleifssonar. Ólst upp við fátækt. Gáfumaður, gæddur mikilli námfýsi og lestrarlöngun. Naut engrar tilsagnar, en varð ágætlega að sér af sjálfsnámi. Las ensku, þýzku og Norðurlandamál. Vel heima í náttúrufræði; fróður í Íslandssögu og mannkynssögu; hafði frábæra frásagnargáfu. Lengi ævinnar barna- og unglingafræðari. Var lengi húsmaður á Vindhæli og Kjalarlandi. Fátækur lengst af, en efnaðist nokkuð á efri árum. Átti allmikið bókasafn, er tvístraðist að honum látnum. Kona: Rannveig (d. 26. júní 1879, 39 ára) Jóhannesdóttir á Ytra-Hóli, Jóhannessonar (og Sigríðar Hinriksdóttur, systur síra Hinriks á Bergsstöðum og Baldvins smiðs). Börn þeirra: Guðmundur drukknaði 1887, Frímann vindlagerðarmaður á Akureyri, Jakob á Skúfi, gáfumaður, skáldmæltur, d. á Vífilsstöðum 19. ág. 1912, 33 ára (M.B.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.