Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Aðalsteinn Kristjánsson

(14. apríl 1878–14. júlí 1949)

. Rithöfundur o. fl. Foreldrar: Kristján Jónasson á Bessahlöðum í Öxnadal, síðar á Flögu í Hörgárdal, og kona hans Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Fór vestur um haf, til Kanada, 1901, en átti síðan lengi heima í Bandaríkjunum. Dó í Hollywood í Californíu. Stórhuga athafnamaður og kunnur fyrir fróðleiksiðkanir sínar og ritstörf. Ánafnaði Íslandi og Manitoba-háskóla stórfé í erfðaskrá sinni. Ritstörf: Austur í blámóðu fjalla, Wp. 1917; Á skotspónum (ævintýri og sögubrot) I-II, Wp. og Rv. 1930–35; Svipleiftur samtíðarmanna, Wp. 1927; einnig nokkur rit á ensku.

Kvæntist í Vesturheimi þarlendri konu (Ýmsar upplýsingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.