Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Frímann (Guðmundur F.) Björnsson

(21. okt. 1847 – 26. ágúst 1935)

. Bóndi. Foreldrar: Björn (d. 6. júní 1886) Þorleifsson í Mjóadal í Bólstaðarhlíðarhreppi (sst. Þorleifssonar) og seinni kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir í Mjóadal, Björns21 sonar (á Auðólfsstöðum, Guðmundssonar). Bjó fyrst í Hamrakoti, en frá 1877 í Hvammi í Langadal. Þrifnaðarmaður í búskap, hagsýnn og duglegur. Félagsmaður góður og riðinn mjög við sveitarmál.

Framarlega í kaupfélagsmálum.

Kona 1: Solveig (d. 19. maí 1894, 58 ára) Jónsdóttir á Efri-Mýrum, Þorkelssonar. Börn þeirra: Björn smiður, Ingibjörg ljósmóðir, Guðný, Jóhanna, Anna. Kona 2 (21. ág. 1897): Valgerður (f., 31. maí 1866) Guðmundsdóttir á Sneis, Guðmundssonar (á Umsvölum, Loftssonar). Börn þeirra voru: Bjarni oddviti á Efri-Mýrum, Hilmar á Fremsta-Gili, Guðmundur Frímann skáld, Jóhann Frímann skólastjóri, Kristín dó ung, Halldóra dó ung. Laundóttir Frímanns: Jóhanna átti Ófeig Ófeigsson á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd (M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.