Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Frímann (Arngrímur Frímann) Arngrímsson (F.B. Anderson)

(17. okt. 1855–6. nóv. 26 1936)

Raffræðingur o. fl. Launsonur Bjarna að Vöglum á Þelamörk Arngrímssonar (prests að Bægisá, Halldórssonar) og Helgu Jónsdóttur (systur síra Jóns Norðmanns). Fluttist til Vesturheims 1874, lagði þar stund á kennslu, enda lauk þar kennaraprófi, en varð B.S. í Torontoháskóla 1884 og í Manitobaháskóla 1885. Stofnaði 1886 Heimskringlu. Vann síðan að kennslu og verkfræðastörfum.

Var í Rv. 1894–5 og barðist þá fastlega með því, að rafstöð væri sett upp. Fór síðan til Lundúna, var lengi í París. Settist síðan (1914) að á Akureyri.

Fekk eftir það frá alþingi ævilangt styrk til steinarannsókna; birti sumt þeirra o. fl. í tímariti, er hann stýrði og „Fylkir“ hét.

Ritstörf (auk þessa): Hörpungurinn, Ak. 1914; Asters and violets, Ak. 1915; Dugnaður Akureyrar og snilli, Ak. 1915; Raflýsing og rafhitun, Ak. 1915; Vísindin, kristnin og trúin á æðra líf, Ak. 1915; Rafveitumálið, Ak. 1919; Minningarorð um síra Matthías Jochumsson, Ak. 1920; Ásrún Akureyrar, Ak. 1921; Síðasta snjallræðið, Ak. 1921; Bæjarrafveitan, Ak. 1921; Mesta framfaramálið, Ak. 1925; Minningar frá London og París, Ak. 1938. Ókv. og bl. (Minningar, Ak. 1938; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.