Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Friðrik Ólafsson
(13. janúar 1788–í sept. 1812)
Stúdent.
Foreldrar: Ólafur lögsagnari Erlendsson í Hjarðardal ytra í Önundarfirði og kona hans Ástríður Magnúsdóttir prests í Vatnsfirði, Teitssonar, Missti 24 föður sinn 12. mars 1790 og fluttist með móður sinni að Nýjabæ á Álptanesi, í skjól síra Markúsar í Görðum, bróður hennar. Eftir lát hennar var hann tekinn í fóstur af Þorvaldi Magnússyni í Nýjabæ, lærði í Hausastaðaskóla, hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, og hjá síra Markúsi, móðurbróður sínum, var í Reykjavíkurskóla 1802–A4, en með því að enginn latínuskóli var haldinn veturinn 1804–5, lærði hann hjá Jóni Jónssyni, síðar lektor, þá í Görðum, og fekk stúdentsvottorð frá honum vorið 1805. Fór utan 1807, en skipið var tekið af enskum sjóræningja; þó komst hann til Noregs og var þar þangað til í mars 1809, kom til Kh. í maí 1809. Með úrskurði konungs 27. júlí 1809 fekk hann styrk til þess að nema handlækningar í háskólanum og var undanþeginn aðgönguprófi.
Hefir hann þó hætt við þetta nám og líklega komið til landsins aftur 1811. Hann drukknaði á skútu, sem fórst á leið frá Suðurlandi til Vestfjarða (HÞ.).
Stúdent.
Foreldrar: Ólafur lögsagnari Erlendsson í Hjarðardal ytra í Önundarfirði og kona hans Ástríður Magnúsdóttir prests í Vatnsfirði, Teitssonar, Missti 24 föður sinn 12. mars 1790 og fluttist með móður sinni að Nýjabæ á Álptanesi, í skjól síra Markúsar í Görðum, bróður hennar. Eftir lát hennar var hann tekinn í fóstur af Þorvaldi Magnússyni í Nýjabæ, lærði í Hausastaðaskóla, hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, og hjá síra Markúsi, móðurbróður sínum, var í Reykjavíkurskóla 1802–A4, en með því að enginn latínuskóli var haldinn veturinn 1804–5, lærði hann hjá Jóni Jónssyni, síðar lektor, þá í Görðum, og fekk stúdentsvottorð frá honum vorið 1805. Fór utan 1807, en skipið var tekið af enskum sjóræningja; þó komst hann til Noregs og var þar þangað til í mars 1809, kom til Kh. í maí 1809. Með úrskurði konungs 27. júlí 1809 fekk hann styrk til þess að nema handlækningar í háskólanum og var undanþeginn aðgönguprófi.
Hefir hann þó hætt við þetta nám og líklega komið til landsins aftur 1811. Hann drukknaði á skútu, sem fórst á leið frá Suðurlandi til Vestfjarða (HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.