Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Friðrik Jónsson
(22. maí 1860–17. maí 1938)
Kaupmaður.
Foreldrar: Jón dómstjóri Pétursson og s.k. hans Sigþrúður Friðriksdóttir prests Eggerz í Akureyjum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1882, með 2. einkunn (67 st.), var síðan í Kh. að háskólanámi (í lögfræði) og lauk þar prófi í heimspeki, gekk í prestaskólann 1884, próf þaðan 1886, með 2. einkunn betri (41 st.). Varð síðan kaupmaður í Rv. og stóreignamaður. Var listhneigður og málaði í tómstundum sínum.
Kona: Marta María Bjarnþórsdóttir í Grenjum, Ásgeirssonar.
Börn þeirra: Sturla erfðafræðingur, Sigþrúður (átti sænskan kaupsýslumann, Bergmann í Gautaborg) (Skýrslur; BjM. Guðfr.; Br7.; o. fl.).
Kaupmaður.
Foreldrar: Jón dómstjóri Pétursson og s.k. hans Sigþrúður Friðriksdóttir prests Eggerz í Akureyjum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1882, með 2. einkunn (67 st.), var síðan í Kh. að háskólanámi (í lögfræði) og lauk þar prófi í heimspeki, gekk í prestaskólann 1884, próf þaðan 1886, með 2. einkunn betri (41 st.). Varð síðan kaupmaður í Rv. og stóreignamaður. Var listhneigður og málaði í tómstundum sínum.
Kona: Marta María Bjarnþórsdóttir í Grenjum, Ásgeirssonar.
Börn þeirra: Sturla erfðafræðingur, Sigþrúður (átti sænskan kaupsýslumann, Bergmann í Gautaborg) (Skýrslur; BjM. Guðfr.; Br7.; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.