Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Hallgrímsson

(9. júní 1872–6. ágúst 1949)

. Dómpröfastur. Foreldrar: Hallgrímur biskup Sveinsson og kona hans Elina Marie Bolette, f. Fevejle, Stúdent í Reykjavík 1891 með 1. einkunn (92 st.). Lauk embættisprófi í guðfræði við háskólann í Kh. 12. júní 1897 með 2. einkunn lakari. Skipaður prestur holdsveikraspítalans í Laugarnesi 8. okt. 1898; vígður 12. okt. s. á. Settur prestur á Útskálum 24. júní 1899; veitt það prestakall 8. júní 1900.

Fekk lausn frá embætti 17. júní 1903, frá fardögum það ár. Gerðist þá prestur í Íslendingabyggðinni í Argyle í Kanada.

Var ritari hins evangeliska lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi 1906–25. Skipaður annar prestur við dómkirkjuna í Reykjavík 29. júní 1925; jafnframt prestur holdsveikra frá 1928; skipaður prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 27. maí 1938; dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1. mars 1941. Fekk lausn frá dómkirkjuprests- og dómprófastsembættinu 5. sept. 1945 frá 1. dec. s.á. í stjórn Prestafélags Íslands frá 1926; í Útvarpsráði 1930–35. Forseti ensk-íslenzka félagsins „Anglia“ í Rv. frá 1938; tók þátt í störfum fleiri félaga. R. af fálk. Ritstörf: Biblíusögur, Wp. 1919; Píslarsagan með skýringum og föstuhugleiðingum, Rv. 1929; Kristin fræði, Rv. 1930; Sögur handa börnum og unglingum IV, Rv. 1931–5; Kristur og mennirnir, Rv. 1935; De tolv Maaneder og andre Fortællinger for Börn, Kh.1938; ritgerðir og hugvekjur í tímaritum. Kona (5. júlí 1900): Bentína (f. 1. júní 1878) Björnsdóttir hreppstj. í Búlandsnesi við Djúpavog, Gíslasonar.

Börn þeirra: Hallgrímur forstj. í Rv., Ellen átti Knud Thomsen, Þóra átti fyrr E. Miller í Wp., svo N. Fadwy kaupsýslumann í London, Ágústa átti D. Brown Dewer í London, Esther átti Cyril Jackson sendikennara (HÞ. Guðfr.; BjM. Guðfr.; Kirkjuritið 1949; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.