Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Guðmundsson

(um 1725–6. júlí 1812)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur stúdent Ólafsson í Höfðabúð á Höfðaströnd, Kárssonar, og kona hans Sigríður Guðbrandsdóttir úr Hörgárdal, Jónssonar. Fæddist í Fagranesi í Skagafirði, stúdent úr Hólaskóla 27. maí 1750, talinn í vitnisburðinum hafa ágætar námsgáfur, var síðan í þjónustu Ólafs sýslumanns Árnasonar í Haga á Barðaströnd, til þess er hann fekk Gufudal 1753 og vígðist þangað 17. júlí s. á, missti þar prestskap fyrir of bráða barneign með konu sinni s.á., fekk uppreisn 6. dec. 1756, varð 1756 aðstoðarprestur síra Sigurðar Þórðarsonar að Brjánslæk og bjó að Tungumúla, gegndi prestsverkum að Borg á Mýrum frá því í febr. 1759, fekk veiting fyrir því prestakalli 14. júlí 1759 frá amtmanni, og hafði þó Finnur byskup Jónsson lagzt í móti honum vegna vanrækslu í embættisstörfum þá um veturinn og vorið. Hann hélt aðstoðarpresta frá 1778, en lét af prestskap 1794 og fluttist að Lambastöðum á Mýrum, var síðast hjá ýmsum börnum sínum og andaðist á Ólafsvöllum.

Hann var vel gefinn og góður ræðumaður talinn, en jafnan mjög fátækur og hirðulítill um embættisrekstur og embættisbækur, enda drykkfelldur, en þó allvel liðinn.

Kona (1753). Guðrún (d. 15. febr. 1794) Torfadóttir prests á Stað í Súgandafirði, Ísleifssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Sigurður í Borgarholti, Guðmundur eldri, Sæmundur var utanlands og stundaði brennivínsgerð, bjó síðar á Álptanesi, Guðmundur yngri, Málmfríður óg., en átti 2 hórbörn með Erlendi Jónssyni í Hjörsey, Ebenezer að Lækjamóti í Víðidal, Sigríður eldri átti fyrr Illuga sútara Þórðarson, varð síðan f. k. Jóns 22 Þorkelssonar í Einarsnesi, Sigríður yngri s.k. síra Bjarna Péturssonar á Ólafsvöllum, Ragnhildur átti Halldór Hjálmsson á Hermundarstöðum, Ástríður átti Jón Einarsson á Kröggólfsstöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.