Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Aðalsteinn Kristinsson
(4. okt. 1885–13. jan. 1947)
. Framkv.stjóri. Foreldrar: Kristinn Ketilsson í Syðra-Dalsgerði (síðast í Miklagarði) og kona hans, Salóme Hólmfríður (d. 15. sept. 1934) Pálsdóttir á Hánefsstöðum í Svarfaðardal, Jónssonar. Stundaði nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1904–05 og á búnaðarskólanum á Hólum 1905 –06. Umboðsmaður heildverzlunar Nathan á Olsen á Akureyri um hríð. Starfaði síðan í þjónustu kaupfélaga. Varð framkvæmdarstjóri innflutningsdeildar Sambands ísl. samvinnufélaga og gegndi því starfi til æviloka. Kona (24. júní 1916): Lára (f. 8. ág. 1892) Pálmadóttir á Æsustöðum í Eyjafirði, síðar timburmeistara á Akureyri, Jónssonar. Dætur þeirra: Heiða, Halla (Br7. o.fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.