Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Guðmundsson

(6. okt. 1837–6. dec. 1899)

Bókbindari.

Foreldrar: Guðmundur Pétursson að Minna Hofi á Rangárvöllum og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir. Nam bókband hjá Agli Jónssyni í Rv. Var um tíma ábyrgðarmaður Baldurs.

Kona: Guðrún Ólafsdóttir. Þau slitu samvistir.

Orkti nokkuð í kyrrþey (sjá Lbs.), samdi jafnvel leikrit og málaði mannamyndir. Fór að síðustu til bróður síns, Guðmundar bóksala á Eyrarbakka, og andaðist þar (JBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.