Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Guðmundsson

(25. júní 1861–3. maí 1936)

. Bóndi o. fl.

Foreldrar: Guðmundur (d. 7. febr. 1885, 56 ára) Árnason á Víðirhóli á Fjöllum, síðar á Syðra-Lóni á Langanesi, og kona hans Helga (f. 13. jan. 1841) Jónsdóttir á Valþjófsstöðum í Núpasveit, Jónssonar.

Stundaði nám einn vetur í Möðruvallaskóla. Starfaði við kaupfélög á Húsavík og á Langanesi. Bóndi á Syðra-Lóni á Langanesi. Fulltrúi á Þingvallafundi 1895. Fór til Vesturheims 1905. Átti fyrst heima í Winnipeg, en nam síðan land við Wadena í Saskatchewan. Dó í Mozart, Sask. Ritstörf; Endurminningar, Wp. 1932 og 1935.

Kona 1 (1883): Guðrún (d. 11. apríl 1886, 25 ára) Jakobsdóttir kaupfélagsstjóra á Húsavík, Hálfdanarsonar. Dóttir þeirra: Laufey átti hollenzkan mann, Obermann, landstjóra í Austur-Indíum. Kona 2 (20. okt. 1890): Þorgerður (d. 18. júní 1927, 61 árs) Jónsdóttir á Eiði á Langanesi, Daníelssonar Börr þeirra: Guðmundur, Helga, Jakob, Ingólfur, Jón, Jóhann (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.