Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Guðmundsson

(21. júlí 1791–1827)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Guðmundsson að Undornfelli og s.k. hans Sesselja Grímsdóttir á Kötlustöðum, Loptssonar.

Lærði undir skóla hjá Bjarna Pálssyni (síðar presti að Felli í Sléttahlíð)). Tekinn í Bessastaðaskóla 1815. Var ekki í skólanum 1818–19, vegna barneignar (það fæddist andvana).

Fekk uppreisn 23. júní 1819.

Stúdent 1822, með meðalvitnisburði. Setti bú á Kirkjubrú á Álptanesi. Fekk Ása 16. júlí 1823, vígðist 21. s.m. og hélt til æviloka.

Kona (21. júlí 1822): Anna (f. 17. mars 1791, d. 2. maí 1865) Benediktsdóttir prests í Hraungerði, Sveinssonar, Dóttir þeirra: Oddný.

Ekkja síra Friðriks átti síðar síra Pál Thorarensen að Sandfelli (Bessastsk.; Vitæ ord. 1823; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.