Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Elíasson

(22. dec. 1828–? )

Skáld.

Foreldrar: Elías Elíasson og Ingibjörg Þorláksdóttir. Bjó í Naustum og víðar í Eyjafirði. Stundaði og póstferðir til Austurlands.

Fluttist suður á land og drukknaði þar. Í Lbs. eru eftir hann bæjavísur um Eyjafjörð o. fl. kvæði eftir hann; rímur af Rauðúlfi og sonum hans eru honum sumstaðar eignaðar, en munu heldur vera eftir Guðna Sigurðsson (EBj. Frmt.; JBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.