Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Friðrik Daníelsson

(2. apríl 1830–9. júní 1863)

Skáld.

Foreldrar: Daníel Pálsson og Friðrika Friðfinnsdóttir, við fæðing hans vinnuhjú að Hólum í Eyjafirði, en bjuggu síðar á Skáldsstöðum (JBf. telur réttan föður hans vera Jörgen Kröyer). Nam trésmíðar á Akureyri, vann síðan að smíðum í Skagafirði, en settist aftur að á Skáldsstöðum 1856, tók þá smám saman að veikjast. Fór til Kh. til lækninga 1861, síðan til Noregs 1862 í annan spítala og andaðist þar. Vel gefinn maður og skáldmæltur og hefir skrifað ferðasögu sína til Kh. (í Lbs. 1836, 8vo.).

Kona (1859): Sigríður Sæunn Sigurðardóttir í Leyningi, Randverssonar; þau bl. Hún átti síðar Guðmund Guðmundsson í Teigi í Eyjafirði (Lbs. 1836, 8vo.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.